Lífið

Vill 38 milljónir fyrir mánuðinn

Blake Fielder Civil ætlar að skilja við Amy og krækja sér í stóran hluta af auðæfum hennar. Þetta hefur hann samkvæmt heimildum The Sun verið að skipuleggja með óþekktri ljósku sem hefur verið dugleg að heimsækja hann í fangelsið.

Parið mun vera að skipuleggja framhaldið, og ætla að hlaupast á brott saman þegar Blake er búinn að losa sig við Amy. Blake þarf hinsvegar að huga að fjármálunum, því hann á ekki bót fyrir boruna á sér, og situr í fangelsi í þokkabót.

Lausnin á því er hinsvegar einföld þegar eiginkona manns er einn tekjuhæsti listamaður Bretlandseyja. Blake hefur gortað sig af því við vini sína að Amy þurfi að borga honum milljónir punda til að losna við sig. Hann vill meina að hann eigi töluverðan þátt í velgengni hennar. Enda var það erfitt samband þeirra sem var Amy innblástur að margverðlaunaðri plötu hennar, Back to Black. Hann ætlar því að fara fram á 250 þúsund pund, eða tæpar 38 milljónir króna, fyrir hvern mánuð sem þau hafa verið saman.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.