Erlent

Tala látina í Kína er komin yfir 13.000 manns

Tala látina á jarðskjálftasvæðinu í Kína er komin yfir 13.000 manns, 26.000 eru slasaðir, tæplega 8.000 er saknað og tæplega 10.000 liggja fastir í rústum húsa sinna.

Björgunarstarf er í fullum gangi en miklar rigningar og aurskriður á þeim svæðum sem verst urðu úti hindra björgunarfólk í störfum sínum.

Forsætisráðherra Kína segir að forgangsmál björgunarfólks og hersveita sem sendar hafa verið til aðstoðar sé að bjarga mannslífum.

Þá hafa þjóðir víða um heim boðið fram aðstoð sína, bæði hvað matvæli og tækniaðstoð varðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×