Innlent

Umhverfisráðherra S-Afríku kynnir sér orkumál hér á landi

Umhverfisráðherra og orkumálaráðherra Suður-Afríku hittu Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í morgun til að kynna sér umhverfis- og orkumál hér á landi.

Suður-Afríka hefur að mörgu leyti tekið forystu meðal þróunarríkja á sviði loftslagsmála. Umhverfisráðherra Suður-Afríku er talinn hafa gegnt veigamiklu hlutverki við að ná samkomulagi á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna í Balí í fyrra um áframhaldandi viðræður.

Þá hefur hann einnig lagt fram hugmyndir um hvernig draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda frá þróunarríkjum með aðstoð og í samvinnu við ríkari þjóðir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×