Sport

Ísland þriðja besta Ólympíuþjóðin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stoltir íslenskir silfurhafar.
Stoltir íslenskir silfurhafar.

Ísland varð í þriðja sæti á þeim lista sem mælir gengi á Ólympíuleikum út frá verðlaunafjölda miðað við höfðatöluna margfrægu.

Eins og allir vita vann íslenska handboltalandsliðið til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking í gær. Þetta voru einu verðlaun Íslands á Ólympíuleikunum í Peking en dugði engu að síður upp í þriðja sætið á áðurnefndum lista.

Jamaíka varð í efsta sæti listans með ellefu verðlaun sem gerir 3,2 verðlaun á hverja milljón íbúa í landinu.

Bahama telur 330 þúsund íbúa en íþróttamenn frá landinu unnu til tveggja verðlauna á Ólympíuleikunum og taka því annað sætið á listanum.

Ísland er svo í þriðja sæti með 2,1 verðlaun uppreiknuð á hverja milljón íbúa í landinu.

Topp tíu:

1. Jamaíka 3,237 verðlaun á hverja milljón íbúa

2. Bahama-eyjar 3,019

3. Ísland 2,141

4. Slóvenía 1,486

4. Noregur 1,486

6. Ástralía 1,411

7. Bahrain 1,328

8. Mongólía 1,276

9. Nýja-Sjáland 1,261

10. Eistland 1,241

Önnur lönd:

17. Danmörk 0,793

22. Bretland 0,535

28. Finnland 0,441

35. Svíþjóð 0,328

44. Bandaríkin 0,243

65. Kína 0,056

87. Indland 0,001

Miðað við eftirfarandi forsendur:

Gullverðlaun = 1,00 verðlaun

Silfurverðlaun = 0,66 verðalun

Bronsverðlaun = 0,33 verðlaun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×