Lífið

McCain og Palin tengd við Nasista í Family Guy

Nýjasti Family Guy þátturinn sem sýndur var í gærkvöldi á sjónvarpsstöðinni Fox í Bandaríkjunum hefur valdið þónokkrum titringi. Höfundur þáttanna, Seth McFarlane er yfirlýstur stuðningsmaður Barack Obama og í gær voru Repúblikanarnir John McCain og Sarah Palin lauslega tengd við Þriðja ríkið og nasista.

Í þættinum ferðast sögupersónurnar Stewie, Brian og Mort Goldman aftur í tímann til ársins 1939. Þeir lenda í Þýskalandi og fara í einkennisbúninga SS hermanna. Þá tekur Stewie eftir því að á hans búningi hefur einhver hengt barmmerki frá McCain og Palin.

Talsmenn Fox sjónvarpsstöðvarinnar viðurkenndu í dag að sjónvarpsstöðinni hefðu borist „nokkur" símtöl vegna málsins, en þeir benda á að Family Guy þáttarröðin hafi ávallt farið út á ystu nöf í gríninu og á því verði engin breyting.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.