Innlent

Árangurslaus fundur í Karphúsinu

Guðlaug Einarsdóttir.
Guðlaug Einarsdóttir.

Fundi ljósmæðra og samninganefndar ríkisins í Karphúsinu lauk fyrir stundu án árangurs.

Að sögn Guðlaugar Einarsdóttur, formanns Ljósmæðrafélags Íslands, er enn stál í stál í deilunni og hefur næsti fundur ekki verið boðaður fyrr en á þriðjudaginn kemur. Það er því ljóst að tveggja daga verkfall sem hófst á miðnætti mun líða án þess að samið verði.

Næsta verkfall ljósmæðra er svo eftir viku og er það einnig tveir dagar. Semjist ekki fyrir 29. september skellur á allsherjarverkfall. Aðspurð segir Guðlaug að báðir samningsaðilar telji sig hafa teygt sig eins langt og þeir geti og þar við sitji.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×