Erlent

Á annan tug létu lífið í skýstróki

Mörg heimili voru jöfnuð við jörðu.
Mörg heimili voru jöfnuð við jörðu.
Á annan tug manna létu lífið í miðríkjum Bandaríkjanna í nótt þegar ofsaveður gekk þar yfir. Gríðarlegt eignatjón varð í óveðrinu. Þjóðvarðliðið hefur verið kallað til aðstoðar vegna ástandsins í borginni Picher í Oklahoma. Þar er tjónið mest í miðborginni og heilu hverfin rústir einar. „Við höfum séð heimili sem hafa verið algerlega jöfnuð við jörðu," sagði George Brown, lögreglumaður í Oklahoma, í samtali við AP fréttastofuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×