Innlent

Stefna að því að klára hrefnuveiðikvóta í þessum mánuði

Búið er að veiða 37 hrefnur af þeim 40 dýra kvóta sem sjávarútvegsráðherra gaf út í vor. Þetta kemur fram á heimasíðu Félags hrefnuveiðimanna, hrefna.is.

Þar segir einnig að hrefnuveiðibáturinn Njörður KÓ hafi verið að veiðum í Faxaflóa síðustu daga og gengið mjög vel. Þrjár hrefnur komu á land á miðvikudag og tvær í gær. Bátsmenn á Nirði stefna að því að klára kvótann í september en heimilt er að veiða út árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×