Ódýrari SMS-skilaboð með nýrri reglugerð ESB Atli Steinn Guðmundsson skrifar 5. september 2008 11:12 Ný reglugerð Evrópusambandsins um farsímaþjónustu innan sambandsins mun gilda hér með stoð í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta staðfestir Óskar Hafliði Ragnarsson, lögfræðingur hjá Póst- og fjarskiptastofnun. „Við þurfum að innleiða hana, við erum aðilar að þessu samstarfi gegnum EES-samninginn. Það þarf bara að fullgilda reglugerðina hér svo að hún taki gildi," segir Óskar Hafliði. Nái hin nýja reglugerð ESB fram að ganga verður tekið upp hámarksgjald á SMS-skilaboð innan sambandsins sem lagt er til að verði ekki hærra en 11 evrusent. Í íslenskum krónum er sú upphæð núna rúmar 13,50 krónur enda evran metin á 123,36 krónur þegar þetta er skrifað. Ef litið er á verðskrá Símans fyrir svokallaða Betri leið í GSM kostar SMS þar 10,50 krónur í innlent númer en 15 krónur í erlent númer. Verð fyrir SMS-skilaboð í innlent númer lendir því innan verðhámarksins en fyrir erlenda númerið yrði það einni og hálfri krónu of hátt. Meðalkostnaður við að senda SMS-skilaboð milli landa innan ESB er nú 29 evrusent, tæpar 36 krónur, en þar kemur til hækkun vegna svokallaðra reikisamninga, það er samninga milli fjarskiptafyrirtækja sem viðskiptamenn þeirra nýta sér þegar þeir eru á ferðalagi og staddir erlendis. Íslenskir neytendur þekkja væntanlega vel muninn á því að senda SMS-skilaboð þegar þeir eru staddir erlendis miðað við hér heima. Þar getur munað tugum króna. Hin nýja reglugerð ESB verður lögð fram til kynningar um næstu mánaðamót ef að líkum lætur. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Ný reglugerð Evrópusambandsins um farsímaþjónustu innan sambandsins mun gilda hér með stoð í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta staðfestir Óskar Hafliði Ragnarsson, lögfræðingur hjá Póst- og fjarskiptastofnun. „Við þurfum að innleiða hana, við erum aðilar að þessu samstarfi gegnum EES-samninginn. Það þarf bara að fullgilda reglugerðina hér svo að hún taki gildi," segir Óskar Hafliði. Nái hin nýja reglugerð ESB fram að ganga verður tekið upp hámarksgjald á SMS-skilaboð innan sambandsins sem lagt er til að verði ekki hærra en 11 evrusent. Í íslenskum krónum er sú upphæð núna rúmar 13,50 krónur enda evran metin á 123,36 krónur þegar þetta er skrifað. Ef litið er á verðskrá Símans fyrir svokallaða Betri leið í GSM kostar SMS þar 10,50 krónur í innlent númer en 15 krónur í erlent númer. Verð fyrir SMS-skilaboð í innlent númer lendir því innan verðhámarksins en fyrir erlenda númerið yrði það einni og hálfri krónu of hátt. Meðalkostnaður við að senda SMS-skilaboð milli landa innan ESB er nú 29 evrusent, tæpar 36 krónur, en þar kemur til hækkun vegna svokallaðra reikisamninga, það er samninga milli fjarskiptafyrirtækja sem viðskiptamenn þeirra nýta sér þegar þeir eru á ferðalagi og staddir erlendis. Íslenskir neytendur þekkja væntanlega vel muninn á því að senda SMS-skilaboð þegar þeir eru staddir erlendis miðað við hér heima. Þar getur munað tugum króna. Hin nýja reglugerð ESB verður lögð fram til kynningar um næstu mánaðamót ef að líkum lætur.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira