Innlent

Stórlega hefur dregið úr umferð

Stórlega hefur dregið úr bílaumferð í landinu síðustu vikurnar, samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar. Meðalumferð á fjórtán talningastöðum hennar um allt land var níu prósentum minni í október síðastliðnum, samanborið við sama mánuð í fyrra.

Samkvæmt teljurunum dróst umferðin saman um tæp sjö prósent á höfuðborgarsvæðinu, rúm níu prósent á Austurlandi, tæp ellefu prósent á Suðurlandi, rösklega ellefu prósent á Vesturlandi og mestur er samdrátturinn á norðurlandi, þar sem umferðin var rúmlega sextán prósentum minni en í fyrra.

Ef horft er fram hjá mjög óverulegum samdrætti á milli áranna 1992 og þrjú eru liðin 25 ár frá því að umferð dróst síðast saman á landinu svo nokkru næmi. Sérfræðingar í umferðarmálum segja að samdráttinn núna megi að hluta rekja til þess að stórframkvæmdum við Kárahnjúka og í Reyðarfirði sé lokið og landflutningar vegna þeirra því nánast búnir.

Þá sé minna um að íbúar höfuðborgarsvæðisins fari í orlofshún sín á Suður- og Vesturlandi í haust en undanfarin haust, og minna viðrist nú um að fóllk af landsbyggðionni sé að skreppa í bæinn að óþörfu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×