Innlent

Verslunarmannafélag Austurlands sameinast VR

Gunnar Páll Pálsson er formaður VR.
Gunnar Páll Pálsson er formaður VR.

Aðalfundur Verslunarmannafélags Austurlands samþykkti í gær tillögu um að sameinast við VR og stofna sérstaka deild VR á Austurlandi.

Í Verslunarmannafélagi Austurlands, VFA, eru um 400 félagsmenn sem verða félagsmenn í VR með öllum þeim réttindum sem því fylgir. Á heimasíðu VR kemur fram að á síðustu fimm árum hafi fimm verslunarmannafélög sameinast VR. Það eru Verslunarmannafélög Akraness, Hafnarfjarðar, Vestmannaeyja, Vestur-Húnvetninga og nú Austurlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×