Innlent

Þriggja bíla óhapp á Biskupstungnabraut

Þriggja bíla umferðaróhapp varð á Biskupstungnabraut til móts við bæinn Alviðru um klukkan tíu í morgun.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi lítur út fyrir að ökumaður jepplings, sem ók í norðurátt, hafi farið yfir á rangan vegarhelming og hafnaði hann á pallbíl sem kom úr gagnstæðri átt. Sá fór út af veginum og valt. Ferðamenn á bílaleigubíl sem kom á eftir pallbílnum óku út af veginum til þess að forðast árekstur og við það skemmdist bílaleigubíllinn eitthvað.

Ökumaður pallbílsins var fluttur á sjúkrahús en hann var ekki talinnn alvarlega slasaður. Bíll hans er talinn ónýtur og jepplingurinn sem hafnaði á honum nokkuð skemmdur. Loka þurfti Biskupstungnabraut í um klukkustund meðan lögregla hreinsaði til á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×