Innlent

Jóladagur rólegur hjá lögreglu og slökkviliði

Dagurinn hefur verið með rólegasta móti víðast hvar um landið, að sögn lögreglu. Tíðindalítið hefur verið um að vera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Umferð um og við kirkjugarða hefur gengið snurðulaust fyrir sig sem og á öllu höfuðborgarsvæðinu, að sögn lögreglu.

Slökkviliði fór í tvö minniháttarútköll í gærkvöldi. Eldur kom upp út frá etanólarni í Hafnarfirði og var slökkvilið kallað á staðinn sem reykræstu íbúðina. Húsráðendur náðu sjálfir að slökkva eldinn. Í Árbæ kveiknaði í kertaskreytingu og þar þurfti slökkvilið einnig að reykræsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×