Innlent

Rúmenskur kortasvindlari í farbann

Þrír Rúmenar voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í síðustu viku. Það varðhald rann út í dag og var einn þeirra úrskurðaður í farbann til 19.júní í kjölfarið. Hinir tveir eru frjálsir ferða sinna. Ómar Smári Ármannsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar segir að rannsókn sé að ljúka og málið liggi nokkuð ljóst fyrir.

Þremenningarnir, tveir karlar og ein kona, voru handteknir fyrir um viku eftir að upp komst að hundruðum þúsunda hefði verið stolið í hraðbönkum.

Á þriðja hundrað korta var í fórum fólksins en þau voru með greiðslukortaupplýsingum sem talið er að aflað hafi verið með ólögmætum hætti af kortum grunlausra kortanotenda erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×