Innlent

Nóttin var með rólegast móti á landinu öllu

Nóttin var með rólegast móti á landinu öllu. Rólegt var bæði hjá lögreglunni og á slysadeild Landspítalans.

Snjóa fór nokkuð óvænt í nótt á suðvesturhluta landsins. Í morgun var því hvít jörð í höfuðborginni og snjóföl yfir víða annars staðar líkt og á Selfossi.

Í höfuðstað norðlendinga, Akureyri, var hins vegar lítið um snjó í morgun. Þar var eins til tveggja gráðu hiti og stillt og fallegt veður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×