Innlent

Messað á mörgum tungumálum í Reykjavík

Messað var á mörgum tungumálum í dag. Fréttastofa fór í guðsþjónustu í Kristskirkju við Landakot í dag. Guðsþjónustan fór fram á pólsku en þrjár messur voru í kirkjunni í dag. Ein á íslensku, ein á ensku og ein á pólsku.

Þétt var setið í þeirri pólsku enda hefur kaþólski söfnuðurinn á Íslandi vaxið mjög eftir því sem Pólverjum hefur fjölgað hér á landi.

En það var messað á fleiri tungumálum í dag. Í kapellu safnaðar rétttrúnarkirkjunnar við Sólvallagötu fór fram athöfn á rúmensku og rússnesku. Rúmenskur orthodoxbiskup yfir Skandinavíu messaði enn hann er hér á landi yfir hátíðirnar í boði menningarfélags Íslands og Rúmeníu.

Í guðsþjónustu séra Pálma Matthíassonar sóknarprests í Bústaðakirkju var frumflutt lag sem Ólafur Reynir Guðmundsson færði kirkjunni að gjöf. Þá flutti Jóhann Friðrik Valdimarsson lagið Helga nótt með kröftugum hætti.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×