Innlent

Messað í flestum kirkjum þjóðkirkjunnar í dag

Messað verður í flestum kirkjum þjóðkirkjunnar klukkan 14 í dag.

Víða er fjölbreytt dagsskrá og má þar nefna að í Bústaðarkirkju mun Jóhann Friðgeir Valdimarsson syngja einsöng í messunni en þar verður einnig frumflutt lag eftir Ólaf Reyni Guðmundsson, sem heitir Melodía og verður flutt af Renötu Ivan og Birni Davíð Kristjánssyni flautuleikara.

Í Akureyrarkirkja munu félagar úr kór kirkjunnar syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson en einsöng syngur Unnur Helga Möller. Jólasálmastund verður í lok messunnar þar sem fólk getur beðið um uppáhalds jólasálmana sína.

Þá má einnig nefna. Biskup í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni messar í kapellu safnaðarins á Íslandi við Sólvallagötu 10 klukkan ellefu í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×