Grunaðir hryðjuverkamenn sem haldið er í herstöð Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu geta nú farið fram á að bandarískir dómstólar úrskurði um réttmæti þess að þeim sé haldið föngnum.
Hæstiréttur Bandaríkjanna komast að þessari niðurstöðu í dag þegar hann klofnaði í afstöðu sinni um málið. Fimm dómarar við réttinn voru fylgjandi en fjórir á móti.
Ákvörðunin er sögð vera mikið áfall fyrir George Bush Bandaríkjaforseta og baráttu hans í hinu svokallaða hryðjuverkastríði.