Innlent

Framkvæmdum á Skólavörðustíg að ljúka

Framkvæmdum við ofanverðan Skólavörðustíg, sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði, er nú að ljúka og keppast verktakar nú við að leggja loka hönd á yfirborðsfrágang til að allt verði klárt fyrir sérstaka opnunarhátíð næstkomandi laugardag.

Fram kemur í tilkynningu frá framkvæmda- og eignasviðs að allt yfirborð götu og gangstétta hafi verið endurnýjað ásamt lögnum og nú er komið samfellt upphitað göturými frá Skólavörðuholti niður í Kvos.

Framkvæmdir hófust í byrjun mars og var áhersla lögð á það í útboði borgarinnar að hraða framkvæmdum sem mest og halda gönguleiðum opnum á framkvæmdatíma þar sem um vinsæla verslunar- og göngugötu er að ræða. Verklok voru áætluð 31. júlí og því er verkið aðeins á eftir áætlun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×