Fjögur hundruð ný hjúkrunarrými á næstu árum 12. ágúst 2008 15:13 Fjögur hundruð ný hjúkrunarrými verða til hér á landi á næstu fjórum árum samkvæmt framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma sem kynnt var í dag. Auk þess er gert ráð fyrir 380 rýmum til að breyta fjölbýlum í einbýli eins og segir á vef félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Allt að 15 prósent af hjúkrunarrýmum í landinu verður nýttur til hvíldarinnlagna til stuðnings við aldraða í heimahúsum og aðstandendur þeirra. Þá er gert ráð fyrir hærra hlutfalli hjúkrunarrýma fyrir heilabilaða í samræmi við vaxandi þörf.„Áætlunin byggist á ítarlegri þarfagreiningu sem unnin hefur verið í félags- og tryggingamálaráðuneytinu frá því að málaflokkurinn færðist á ábyrgð þess ráðuneytis um síðustu áramót. Meðal annars var byggt á vinnu sem þegar hafði farið fram í heilbrigðisráðuneytinu við greiningu á þörf fyrir uppbyggingu rýma en jafnframt var áætlunin unnin í samvinnu við sveitarfélög.Samhliða áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma sem kynnt var í dag hefur að undanförnu verið unnið í félags- og tryggingamálaráðuneytinu að mótun stefnu um heildstæða öldrunarþjónustu í málefnum aldraðra, í samvinnu við hagsmunaaðila og fagfólk í öldrunarþjónustu," segir á vef félags- og tryggingamálaráðuneytisins.Kostnaður um 17 milljarðar krónaÞá mun heilbrigðisráðuneytið áfram vinna að áætlun um uppbyggingu samþættrar heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu í samráði við félags- og tryggingamálaráðuneytið og sveitarfélög sem liggja skal fyrir í byrjun árs 2009 fyrir landið allt. Þá hefur Ásmundi Stefánssyni ríkissáttasemjara verið falið að stýra vinnu þar sem leitað verður nýrra leiða við fjármögnun á uppbyggingu fjölbreyttra búsetu- og þjónustuúrræða fyrir eldri borgara. Einnig verður tekið til endurskoðunar núgildandi fyrirkomulag greiðsluþátttöku einstaklinga sem dveljast á öldrunarstofnunum þannig að mannréttindi og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra verði tryggt.„Endanlegur kostnaður við þá uppbyggingu sem framkvæmdaáætlunin tekur til mun ekki liggja fyrir fyrr en að lokinni endurskoðun áætlunarinnar í árslok 2009. Ef miðað er við þörfina eins og hún liggur nú fyrir er áætlaður stofnkostnaður ríkis, sveitarfélaga og sjálfseignarstofnana við fjölgun hjúkrunarrýma samkvæmt áætluninni um 17 milljarðar króna sem dreifist að hluta til á allt að 25 ár. Í þessu felst það nýmæli að verulegur hluti uppbyggingarinnar verður fjármagnaður með leigugreiðslum í stað stofnkostnaðarframlags á fjárlögum," segir í tilkynningu ráðuneytisins. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Fjögur hundruð ný hjúkrunarrými verða til hér á landi á næstu fjórum árum samkvæmt framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma sem kynnt var í dag. Auk þess er gert ráð fyrir 380 rýmum til að breyta fjölbýlum í einbýli eins og segir á vef félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Allt að 15 prósent af hjúkrunarrýmum í landinu verður nýttur til hvíldarinnlagna til stuðnings við aldraða í heimahúsum og aðstandendur þeirra. Þá er gert ráð fyrir hærra hlutfalli hjúkrunarrýma fyrir heilabilaða í samræmi við vaxandi þörf.„Áætlunin byggist á ítarlegri þarfagreiningu sem unnin hefur verið í félags- og tryggingamálaráðuneytinu frá því að málaflokkurinn færðist á ábyrgð þess ráðuneytis um síðustu áramót. Meðal annars var byggt á vinnu sem þegar hafði farið fram í heilbrigðisráðuneytinu við greiningu á þörf fyrir uppbyggingu rýma en jafnframt var áætlunin unnin í samvinnu við sveitarfélög.Samhliða áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma sem kynnt var í dag hefur að undanförnu verið unnið í félags- og tryggingamálaráðuneytinu að mótun stefnu um heildstæða öldrunarþjónustu í málefnum aldraðra, í samvinnu við hagsmunaaðila og fagfólk í öldrunarþjónustu," segir á vef félags- og tryggingamálaráðuneytisins.Kostnaður um 17 milljarðar krónaÞá mun heilbrigðisráðuneytið áfram vinna að áætlun um uppbyggingu samþættrar heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu í samráði við félags- og tryggingamálaráðuneytið og sveitarfélög sem liggja skal fyrir í byrjun árs 2009 fyrir landið allt. Þá hefur Ásmundi Stefánssyni ríkissáttasemjara verið falið að stýra vinnu þar sem leitað verður nýrra leiða við fjármögnun á uppbyggingu fjölbreyttra búsetu- og þjónustuúrræða fyrir eldri borgara. Einnig verður tekið til endurskoðunar núgildandi fyrirkomulag greiðsluþátttöku einstaklinga sem dveljast á öldrunarstofnunum þannig að mannréttindi og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra verði tryggt.„Endanlegur kostnaður við þá uppbyggingu sem framkvæmdaáætlunin tekur til mun ekki liggja fyrir fyrr en að lokinni endurskoðun áætlunarinnar í árslok 2009. Ef miðað er við þörfina eins og hún liggur nú fyrir er áætlaður stofnkostnaður ríkis, sveitarfélaga og sjálfseignarstofnana við fjölgun hjúkrunarrýma samkvæmt áætluninni um 17 milljarðar króna sem dreifist að hluta til á allt að 25 ár. Í þessu felst það nýmæli að verulegur hluti uppbyggingarinnar verður fjármagnaður með leigugreiðslum í stað stofnkostnaðarframlags á fjárlögum," segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira