Gísli Marteinn: „Alltaf legið fyrir að ég sæti í minni nefndum“ 21. ágúst 2008 12:41 Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, segist vona að það hafi komið nægilega skýrt fram, að þrátt fyrir að hann sé hættur í nefndum og ráðum á vegum borgarinnar, taki hann enn þátt í vinnuhópum og „minni nefndum". Á borgarstjórnarfundi í dag var Gísli Marteinn kosinn 2. varaforseti borgarstjórnar en þeirri vegtyllu fylgir seta í svokallaðri forsætisnefnd. Björk Vilhelmsdóttir gagnrýnir kosninguna og segir hana greinilega hugsaða til að hækka laun hans. „Ég get ekki setið í neinum af fagráðunum en það hefur alltaf legið fyrir að ég myndi taka að mér störf í vinnuhópum eða minni nefndum og ég vona að ég hafi sagt það nógu skýrt," sagði Gísli í samtali við Vísi en vísaði að öðru leyti á bloggsíðu sína. „Í dag hætti ég í umhverfisráði og stjórnkerfisnefnd, en í þeim var ég formaður, og ég hætti líka í skipulagsráði og borgarráði," segir Gísli á blogginu. „Meirihlutinn hefur hinsvegar kosið mig 2. varaforseta borgarstjórnar. Það er mér ljúft og skylt að sinna því verkefni á borgarstjórnarfundum þegar Vilhjálmur forseti og Dagur varaforseti eru báðir fjarverandi eða þurfa að bregða sér frá. Fundir forsætisnefndar eru einnig með þeim hætti að ef fundir í nefndinni eru haldnir þegar ég er ekki viðstaddur, er einfalt mál að hafa mig með í gegnum síma, einsog hefur reyndar oft gerst í forsætisnefnd hingað til." Gísli bætir því við að skrifstofustjóri borgarstjórnar, sem er framkvæmdastjóri nefndarinnar, hafi sagt sér að þetta ætti að vera vandkvæðalaust. „Það er vonandi að það gangi upp. Ef það kemur í ljós að ég geti ekki sinnt starfi 2. varaforseti með sóma, mun ég að sjálfsögðu óska eftir því að einhver annar verði kosinn í embættið í minn stað." Tengdar fréttir Gísli Marteinn fær laun fyrir störf varaforseta Borgarstjórn kaus Gísla Martein Baldursson í sæti annars varaforseta borgarstjórnar við upphaf borgarstjórnarfundar í morgun. 21. ágúst 2008 10:35 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, segist vona að það hafi komið nægilega skýrt fram, að þrátt fyrir að hann sé hættur í nefndum og ráðum á vegum borgarinnar, taki hann enn þátt í vinnuhópum og „minni nefndum". Á borgarstjórnarfundi í dag var Gísli Marteinn kosinn 2. varaforseti borgarstjórnar en þeirri vegtyllu fylgir seta í svokallaðri forsætisnefnd. Björk Vilhelmsdóttir gagnrýnir kosninguna og segir hana greinilega hugsaða til að hækka laun hans. „Ég get ekki setið í neinum af fagráðunum en það hefur alltaf legið fyrir að ég myndi taka að mér störf í vinnuhópum eða minni nefndum og ég vona að ég hafi sagt það nógu skýrt," sagði Gísli í samtali við Vísi en vísaði að öðru leyti á bloggsíðu sína. „Í dag hætti ég í umhverfisráði og stjórnkerfisnefnd, en í þeim var ég formaður, og ég hætti líka í skipulagsráði og borgarráði," segir Gísli á blogginu. „Meirihlutinn hefur hinsvegar kosið mig 2. varaforseta borgarstjórnar. Það er mér ljúft og skylt að sinna því verkefni á borgarstjórnarfundum þegar Vilhjálmur forseti og Dagur varaforseti eru báðir fjarverandi eða þurfa að bregða sér frá. Fundir forsætisnefndar eru einnig með þeim hætti að ef fundir í nefndinni eru haldnir þegar ég er ekki viðstaddur, er einfalt mál að hafa mig með í gegnum síma, einsog hefur reyndar oft gerst í forsætisnefnd hingað til." Gísli bætir því við að skrifstofustjóri borgarstjórnar, sem er framkvæmdastjóri nefndarinnar, hafi sagt sér að þetta ætti að vera vandkvæðalaust. „Það er vonandi að það gangi upp. Ef það kemur í ljós að ég geti ekki sinnt starfi 2. varaforseti með sóma, mun ég að sjálfsögðu óska eftir því að einhver annar verði kosinn í embættið í minn stað."
Tengdar fréttir Gísli Marteinn fær laun fyrir störf varaforseta Borgarstjórn kaus Gísla Martein Baldursson í sæti annars varaforseta borgarstjórnar við upphaf borgarstjórnarfundar í morgun. 21. ágúst 2008 10:35 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Gísli Marteinn fær laun fyrir störf varaforseta Borgarstjórn kaus Gísla Martein Baldursson í sæti annars varaforseta borgarstjórnar við upphaf borgarstjórnarfundar í morgun. 21. ágúst 2008 10:35