Ólafur sakar sjálfstæðismenn um vélráð, lygar og svik 21. ágúst 2008 10:21 MYND/GVA Ólafur F. Magnússon réðst að Sjálfstæðisflokknum í kveðjuræðu sinni sem borgarstjóri á borgarstjórnarfundi í morgun þar sem nýr meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna tekur við. Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson var kjörinn forseti borgarstjórnar með atkvæðum meirihlutans og Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, var kjörinn fyrsti varaforseti með öllum greiddum atkvæðum. Annar varaforseti er Gísli Marteinn Baldursson. Hanna Birna Kristjánsdóttir, frárandi forseti borgarstjórnar og verðandi borgarstjóri, afhenti stjórnina til Vilhjálms sem stjórnaði kjöri borgarstjóra. Áður en til þess kom tók Ólafur F. Magnússon til máls og fór hörðum orðum um sjálfstæðismenn. Hann vitnaði til orða Jóns Arasonar biskups þegar hann var leiddur til aftöku og sakaði sjálfstæðismenn um vélráð, lygar, óheildi og svik gagnvart sér. Vélráðin hefðu verið brugguð í Valhöll og hann leiddur til slátrunar í þriðja sinn af Sjálfstæðisflokknum. Vísaði hann til þess að hann hefði verið klappaður út af landsfundi Sjálfstæðisflokksins, að sjálfstæðismenn hefðu svikið hann eftir síðustu kosningar og nú með myndun nýs meirihluta með Framsóknarflokknum. Sagði hann þó að rödd hans yrði áfram í borgarstjórn og hann myndi áfram vinna að málefnasamningnum sem kynntur var í janúar og stuðla að velferð, öryggi og umhverfismálum. Þá myndi hann framfylgja vilja meirihluta borgarbúa og landsmanna í flugvallarmálinu. Gagnrýndi hann Kjartan Magnússon og Vilhjáms Þ. Vilhjálmsson sem hefðu haft uppi miklar heitstrengingar þegar þeir hefðu leitað til hans um samstarf F-lista og Sjálfstæðisflokksins. Hinir fimm borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu orðið ofan á og fyrirmælum hefði verið hlýtt beint úr Valhöll. Lýsti Ólafur vantrausti á nýjan meirihluta og sagðist ekki treysta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til að leiða hann. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Ólafur F. Magnússon réðst að Sjálfstæðisflokknum í kveðjuræðu sinni sem borgarstjóri á borgarstjórnarfundi í morgun þar sem nýr meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna tekur við. Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson var kjörinn forseti borgarstjórnar með atkvæðum meirihlutans og Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, var kjörinn fyrsti varaforseti með öllum greiddum atkvæðum. Annar varaforseti er Gísli Marteinn Baldursson. Hanna Birna Kristjánsdóttir, frárandi forseti borgarstjórnar og verðandi borgarstjóri, afhenti stjórnina til Vilhjálms sem stjórnaði kjöri borgarstjóra. Áður en til þess kom tók Ólafur F. Magnússon til máls og fór hörðum orðum um sjálfstæðismenn. Hann vitnaði til orða Jóns Arasonar biskups þegar hann var leiddur til aftöku og sakaði sjálfstæðismenn um vélráð, lygar, óheildi og svik gagnvart sér. Vélráðin hefðu verið brugguð í Valhöll og hann leiddur til slátrunar í þriðja sinn af Sjálfstæðisflokknum. Vísaði hann til þess að hann hefði verið klappaður út af landsfundi Sjálfstæðisflokksins, að sjálfstæðismenn hefðu svikið hann eftir síðustu kosningar og nú með myndun nýs meirihluta með Framsóknarflokknum. Sagði hann þó að rödd hans yrði áfram í borgarstjórn og hann myndi áfram vinna að málefnasamningnum sem kynntur var í janúar og stuðla að velferð, öryggi og umhverfismálum. Þá myndi hann framfylgja vilja meirihluta borgarbúa og landsmanna í flugvallarmálinu. Gagnrýndi hann Kjartan Magnússon og Vilhjáms Þ. Vilhjálmsson sem hefðu haft uppi miklar heitstrengingar þegar þeir hefðu leitað til hans um samstarf F-lista og Sjálfstæðisflokksins. Hinir fimm borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu orðið ofan á og fyrirmælum hefði verið hlýtt beint úr Valhöll. Lýsti Ólafur vantrausti á nýjan meirihluta og sagðist ekki treysta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til að leiða hann.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira