Ólafur sakar sjálfstæðismenn um vélráð, lygar og svik 21. ágúst 2008 10:21 MYND/GVA Ólafur F. Magnússon réðst að Sjálfstæðisflokknum í kveðjuræðu sinni sem borgarstjóri á borgarstjórnarfundi í morgun þar sem nýr meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna tekur við. Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson var kjörinn forseti borgarstjórnar með atkvæðum meirihlutans og Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, var kjörinn fyrsti varaforseti með öllum greiddum atkvæðum. Annar varaforseti er Gísli Marteinn Baldursson. Hanna Birna Kristjánsdóttir, frárandi forseti borgarstjórnar og verðandi borgarstjóri, afhenti stjórnina til Vilhjálms sem stjórnaði kjöri borgarstjóra. Áður en til þess kom tók Ólafur F. Magnússon til máls og fór hörðum orðum um sjálfstæðismenn. Hann vitnaði til orða Jóns Arasonar biskups þegar hann var leiddur til aftöku og sakaði sjálfstæðismenn um vélráð, lygar, óheildi og svik gagnvart sér. Vélráðin hefðu verið brugguð í Valhöll og hann leiddur til slátrunar í þriðja sinn af Sjálfstæðisflokknum. Vísaði hann til þess að hann hefði verið klappaður út af landsfundi Sjálfstæðisflokksins, að sjálfstæðismenn hefðu svikið hann eftir síðustu kosningar og nú með myndun nýs meirihluta með Framsóknarflokknum. Sagði hann þó að rödd hans yrði áfram í borgarstjórn og hann myndi áfram vinna að málefnasamningnum sem kynntur var í janúar og stuðla að velferð, öryggi og umhverfismálum. Þá myndi hann framfylgja vilja meirihluta borgarbúa og landsmanna í flugvallarmálinu. Gagnrýndi hann Kjartan Magnússon og Vilhjáms Þ. Vilhjálmsson sem hefðu haft uppi miklar heitstrengingar þegar þeir hefðu leitað til hans um samstarf F-lista og Sjálfstæðisflokksins. Hinir fimm borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu orðið ofan á og fyrirmælum hefði verið hlýtt beint úr Valhöll. Lýsti Ólafur vantrausti á nýjan meirihluta og sagðist ekki treysta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til að leiða hann. Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Ólafur F. Magnússon réðst að Sjálfstæðisflokknum í kveðjuræðu sinni sem borgarstjóri á borgarstjórnarfundi í morgun þar sem nýr meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna tekur við. Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson var kjörinn forseti borgarstjórnar með atkvæðum meirihlutans og Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, var kjörinn fyrsti varaforseti með öllum greiddum atkvæðum. Annar varaforseti er Gísli Marteinn Baldursson. Hanna Birna Kristjánsdóttir, frárandi forseti borgarstjórnar og verðandi borgarstjóri, afhenti stjórnina til Vilhjálms sem stjórnaði kjöri borgarstjóra. Áður en til þess kom tók Ólafur F. Magnússon til máls og fór hörðum orðum um sjálfstæðismenn. Hann vitnaði til orða Jóns Arasonar biskups þegar hann var leiddur til aftöku og sakaði sjálfstæðismenn um vélráð, lygar, óheildi og svik gagnvart sér. Vélráðin hefðu verið brugguð í Valhöll og hann leiddur til slátrunar í þriðja sinn af Sjálfstæðisflokknum. Vísaði hann til þess að hann hefði verið klappaður út af landsfundi Sjálfstæðisflokksins, að sjálfstæðismenn hefðu svikið hann eftir síðustu kosningar og nú með myndun nýs meirihluta með Framsóknarflokknum. Sagði hann þó að rödd hans yrði áfram í borgarstjórn og hann myndi áfram vinna að málefnasamningnum sem kynntur var í janúar og stuðla að velferð, öryggi og umhverfismálum. Þá myndi hann framfylgja vilja meirihluta borgarbúa og landsmanna í flugvallarmálinu. Gagnrýndi hann Kjartan Magnússon og Vilhjáms Þ. Vilhjálmsson sem hefðu haft uppi miklar heitstrengingar þegar þeir hefðu leitað til hans um samstarf F-lista og Sjálfstæðisflokksins. Hinir fimm borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu orðið ofan á og fyrirmælum hefði verið hlýtt beint úr Valhöll. Lýsti Ólafur vantrausti á nýjan meirihluta og sagðist ekki treysta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til að leiða hann.
Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira