Spákaupmaðurinn: Greidd skuld er glatað fé 30. apríl 2008 00:01 Loksins, loksins, eftir mikla og margra ára baráttu og barning við lánastofnanir, innheimtumenn og lögfræðinga er hann loksins frjáls. Spákaupmaðurinn er nefnilega nýlega orðinn skuldlaus og vill syngjandi kátur byrja að spara En samt barmar hann sér. Hann á svo bágt. Hvað veldur? O, jújú. Hann er frjáls af fúlum skuldum og vill núna leggja til hliðar fyrir mögru árin ... eða mögru mánuðina vonandi ... sem eru fram undan. En hvað er þá til ráða? Það má leggja peningana inn á bankabók. Þá má fá vexti. Græða svolítið á þeim sem hafa grætt á spákaupmanninum öll þessi ár. Spákaupmaðurinn skautar yfir heimasíður bankanna. „Þetta er barasta voða fínt allt saman," hugsar hann, það má fá yfir ellefu prósenta vexti á sparnaðinn. Spákaupmaðurinn kýlir á'ða. Vekjaraklukkan hringir. Spákaupmaðurinn sprettur á fætur og kíkir í heimabankann. „&%$# ógn og skelfing," grenjar spákaupmaður. „Það er minna á reikningnum en í gær!" Það er víst komin verðbólga, verðbólga eins og sú sem skattmann forseti og fleiri losuðu okkur við áður en DOJBHHÁ-fóru á flot til Viðeyjar og víðar. Nú borgar sig ekki að spara. Núna segja menn að besta fjárfestingin sé að greiða niður skuldir. En hvað gerir þá skuldlausi spákaupmaðurinn?? Er ekki einu sinni með gott gengislán á bílnum, sem hann gæti fjárfest í með því að greiða niður. Ekki einu sinni raðgreiðslur! Ekki þýðir heldur að kaupa gjaldeyri eða gull fyrir peninginn, heldur ekki grjón. Þetta er allt í toppi. Spákaupmaður gnístir tönnum yfir þegar greiddum skuldum og finnur síminnkandi krónur seytla niður milli fingra og gufa út í loftið. Honum verður hugsað til ljóma bernskunnar þar sem ekki bara bankainnistæðan heldur líka skuldirnar lutu í gras í verðbólgu. Löngum stundum var setið við Íslenska efnahagsspilið og helgið ... og grátið. „Greidd skuld er glatað fé," hnussar í spákaupmanni, sem fer aftur upp í rúm og dregur sængina upp fyrir haus. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Loksins, loksins, eftir mikla og margra ára baráttu og barning við lánastofnanir, innheimtumenn og lögfræðinga er hann loksins frjáls. Spákaupmaðurinn er nefnilega nýlega orðinn skuldlaus og vill syngjandi kátur byrja að spara En samt barmar hann sér. Hann á svo bágt. Hvað veldur? O, jújú. Hann er frjáls af fúlum skuldum og vill núna leggja til hliðar fyrir mögru árin ... eða mögru mánuðina vonandi ... sem eru fram undan. En hvað er þá til ráða? Það má leggja peningana inn á bankabók. Þá má fá vexti. Græða svolítið á þeim sem hafa grætt á spákaupmanninum öll þessi ár. Spákaupmaðurinn skautar yfir heimasíður bankanna. „Þetta er barasta voða fínt allt saman," hugsar hann, það má fá yfir ellefu prósenta vexti á sparnaðinn. Spákaupmaðurinn kýlir á'ða. Vekjaraklukkan hringir. Spákaupmaðurinn sprettur á fætur og kíkir í heimabankann. „&%$# ógn og skelfing," grenjar spákaupmaður. „Það er minna á reikningnum en í gær!" Það er víst komin verðbólga, verðbólga eins og sú sem skattmann forseti og fleiri losuðu okkur við áður en DOJBHHÁ-fóru á flot til Viðeyjar og víðar. Nú borgar sig ekki að spara. Núna segja menn að besta fjárfestingin sé að greiða niður skuldir. En hvað gerir þá skuldlausi spákaupmaðurinn?? Er ekki einu sinni með gott gengislán á bílnum, sem hann gæti fjárfest í með því að greiða niður. Ekki einu sinni raðgreiðslur! Ekki þýðir heldur að kaupa gjaldeyri eða gull fyrir peninginn, heldur ekki grjón. Þetta er allt í toppi. Spákaupmaður gnístir tönnum yfir þegar greiddum skuldum og finnur síminnkandi krónur seytla niður milli fingra og gufa út í loftið. Honum verður hugsað til ljóma bernskunnar þar sem ekki bara bankainnistæðan heldur líka skuldirnar lutu í gras í verðbólgu. Löngum stundum var setið við Íslenska efnahagsspilið og helgið ... og grátið. „Greidd skuld er glatað fé," hnussar í spákaupmanni, sem fer aftur upp í rúm og dregur sængina upp fyrir haus. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira