Alonso: Hamilton er í góðri stöðu 2. nóvember 2008 00:58 Fernando hefur tvívegis tryggt sér meistaratitilinn í Formúlu 1 í Brasilíu. mynd: kappakstur.is Fernando Alonso er tvöfaldur meistari og þekkir meistarabaráttuna í lokamótinu vel . Hann varð meistari 2005 og 2006 í Brasilíu. Hann hefur gefið það út að hann vilji sjá Felipe Massa sem meistari eftir mótið á morgun og hann ræsir fyrir aftan Lewis Hamilton og við hlið Heikki Kovalainen. “Ég verð að ná góðu starti, það er lykilinn að árangri í þessu móti. Ég held að Hamilton sé í góðri stöðu hvað titilslaginn varðar. Fjórða sætið er góður staður og ætti að vera möguleiki fyrir hann að klára í einu af fimm efstu sætunum eins og hann þarf að gera til að verða meistari”, sagði Alonso. “Ef ég næ ekki góðri ræsingu þá á ég litla möguleika á að ógna þeim sem eru fyrir framan. Ég þarf að verjast Sebastian Vettel og þeim sem eru fyrir aftan mig. Ég geri ekki ráð fyrir að geta ógnað Ferrari eða McLaren, ef ég er raunsær. Ég mun setja stefnuna á að skáka Jarno Trulli í öðru sætinu þegar líður á keppnina. Ef það rignir, þá getur allt gerst í þessari keppni”, sagði Alonso. Bein útsending frá kappakstrinum í Brasílu hefst kl. 16.00 á Stöð 2 Sport og verður í opinni dagskrá. Sjá brautarlýsingu og tölfræði. Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Fernando Alonso er tvöfaldur meistari og þekkir meistarabaráttuna í lokamótinu vel . Hann varð meistari 2005 og 2006 í Brasilíu. Hann hefur gefið það út að hann vilji sjá Felipe Massa sem meistari eftir mótið á morgun og hann ræsir fyrir aftan Lewis Hamilton og við hlið Heikki Kovalainen. “Ég verð að ná góðu starti, það er lykilinn að árangri í þessu móti. Ég held að Hamilton sé í góðri stöðu hvað titilslaginn varðar. Fjórða sætið er góður staður og ætti að vera möguleiki fyrir hann að klára í einu af fimm efstu sætunum eins og hann þarf að gera til að verða meistari”, sagði Alonso. “Ef ég næ ekki góðri ræsingu þá á ég litla möguleika á að ógna þeim sem eru fyrir framan. Ég þarf að verjast Sebastian Vettel og þeim sem eru fyrir aftan mig. Ég geri ekki ráð fyrir að geta ógnað Ferrari eða McLaren, ef ég er raunsær. Ég mun setja stefnuna á að skáka Jarno Trulli í öðru sætinu þegar líður á keppnina. Ef það rignir, þá getur allt gerst í þessari keppni”, sagði Alonso. Bein útsending frá kappakstrinum í Brasílu hefst kl. 16.00 á Stöð 2 Sport og verður í opinni dagskrá. Sjá brautarlýsingu og tölfræði.
Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira