Erlent

Sprengjuárás í Istanbul

Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands.
Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands.

Nokkrum handsprengjum var í morgun varpað á sveitarstjórnaskrifstofu í Istanbul. Vitni sögðust hafa heyrt fjórar sprengingar en aðeins er vitað um einn vegfaranda sem slasaðist í árásinni.

Engar upplýsingar hafa borist um hver eða hverjir stóðu að baki árásinni en vitni segjast hafa séð tvo menn flýja svæðið á mótorhjóli. Aðeins er um vika liðin frá því sautján manns létust í tveimur sprengjuárásum í borginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×