Innlent

Samningur um höfn NATO í Helguvík

Ellisif Tinna Víðisdóttir fyrir hönd Varnarmálastofnunar Íslands
Pétur Jóhannsson fyrir hönd Reykjaneshafna
Árni Sigfússon staðfesti samninginn fyrir hönd Reykjanesbæjar.
Ellisif Tinna Víðisdóttir fyrir hönd Varnarmálastofnunar Íslands Pétur Jóhannsson fyrir hönd Reykjaneshafna Árni Sigfússon staðfesti samninginn fyrir hönd Reykjanesbæjar.

Reykjaneshöfn og Varnarmálastofnun Íslands skrifuðu þann 19. desember sl. undir samning vegna hafnar NATO í Helguvík.

Samningurinn er um rekstur og viðhald olíubryggju NATO í Helguvík sem Reykjaneshöfn mun sinna en olíubirgðastöðin í Helguvík hefur verið í notkun fyrir almennan flugrekstur á Keflavíkurflugvelli frá janúar 2007.

Áætlað er að frá áramótum muni olíubirgðakerfi NATO verða tekið í notkun í heild sinni, ekki einungis fyrir Keflavíkurflugvöll heldur einnig fyrir annað eldsneyti til geymslu. Eru því líkur á að umferð muni aukast um Helguvíkurhöfn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjanesbæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×