Erlent

Öskuský hylur sólina í Argentínu

Óli Tynes skrifar
Ský ský burt með þig.
Ský ský burt með þig. MYND/AP

Eldfjallið Chaiten í Chile heldur áfram að spúa eldi og eimyrju. Öskuský frá fjallinu teygir sig nú þúsundir kílómetra í austurátt og liggur meðal annars yfir Argentínu og Úrúgvæ.

Myndin af þessum fugli sem situr á raflínu var tekin í Argentínu við sólarupprás. Sólin nær ekki að brjótast í gegnum öskuskýið.

Chaiten hafði elli látið á sér kræla í mörgþúsund ár þegar allt í einu hófst gos í því um mánaðamótin.

Íbúar þorpa við fjallræturnar voru fluttir á brott í ofboði. Alls er óvíst að þeir geti snúið aftur til síns heima. Það fer eftir því hvað fjallið gýs lengi og hversu þykkt öskulag legst yfir þorpin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×