Erlent

McCain tilkynnir varaforsetaefni sitt í vikunni

Miklar líkur eru taldar á því að John McCain frambjóðandi Repúblikanaflokksins í komandi forsetakosningum í Bandarikjunum muni greina frá því í vikunni hvert sé varaforsetaefni hans.

Nafn varaforsetaefnisins hefur ekki verið gefið upp en að sögn bandarískra fjölmiðla er helst talið að það sé Mitt Romney sem barðist við McCain um útnefningu flokksins. Af öðrum nöfnum sem eru upp á borðinu má nefna Rudy Guiliani fyrrum borgarstjóra í New York.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×