Ferrari stjórinn stoltur af Massa 3. nóvember 2008 11:38 Stefano Domenicali og Felipe Massa fagna meistaratitili bílasmiða, en þeir misstu af titli ökumanna með eins stigs mun. mynd: kappakstur.is Ferrari liðið landaði meistaratitila bílasmíða og Stefano Domenicali framkvæmdarstjóri Ferrari liðsins var ánægður með framgöngu Felipe Massa í brautinnni. Massa vann og taldi sig meistara í nokkur augnablik. Hann sat eftir í bílnum grátklökkur þegar Lewis Hamilton kom í mark í fimmt sæti og tryggði sér titilinn. "Þetta var ótrúlegur endir á tímabilinu og við erum stoltir af árangri okkar. Það eru engin ef þetta eða hitt í okkar huga. Við höfum orðið meistarar bílasmiða í 8 af síðustu 19 árum. Það segir sína sögu", segir Domenicali. "Ég er stoltur af Massa. Hann átti gott tímabil og tvö mót eru efst í huga mér. Mótið í Ungverjalandi sem hann leiddi frá upphafi þar til hringur var eftir og vélin sprakk. Hitt mótið er lokamótið í Brasilíu. Hann var frábær:" "Massa hefur þroskast sem persóna og ökumaður og ég veit hann er í miklu uppáhaldi hjá Luca Montezemolo forseta Ferrari. Honum fannst Massa vera meistarinn eftir mótið í gær. En við berum virðingu fyrir keppinautum okkar. Ég fór og óskaði Lewis Hamilton til hamingju með titilinn. Hann tapaði titilinum til okkar með eins stigs mun í fyrra. Núna er það okkar hlutskipti. Það er örugglega sárt fyrir Massa, eins og Hamilton þekkir af eigin reynslu", sagði Domenicalii. Sjá lokastöðuna í stigamótunum Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Ferrari liðið landaði meistaratitila bílasmíða og Stefano Domenicali framkvæmdarstjóri Ferrari liðsins var ánægður með framgöngu Felipe Massa í brautinnni. Massa vann og taldi sig meistara í nokkur augnablik. Hann sat eftir í bílnum grátklökkur þegar Lewis Hamilton kom í mark í fimmt sæti og tryggði sér titilinn. "Þetta var ótrúlegur endir á tímabilinu og við erum stoltir af árangri okkar. Það eru engin ef þetta eða hitt í okkar huga. Við höfum orðið meistarar bílasmiða í 8 af síðustu 19 árum. Það segir sína sögu", segir Domenicali. "Ég er stoltur af Massa. Hann átti gott tímabil og tvö mót eru efst í huga mér. Mótið í Ungverjalandi sem hann leiddi frá upphafi þar til hringur var eftir og vélin sprakk. Hitt mótið er lokamótið í Brasilíu. Hann var frábær:" "Massa hefur þroskast sem persóna og ökumaður og ég veit hann er í miklu uppáhaldi hjá Luca Montezemolo forseta Ferrari. Honum fannst Massa vera meistarinn eftir mótið í gær. En við berum virðingu fyrir keppinautum okkar. Ég fór og óskaði Lewis Hamilton til hamingju með titilinn. Hann tapaði titilinum til okkar með eins stigs mun í fyrra. Núna er það okkar hlutskipti. Það er örugglega sárt fyrir Massa, eins og Hamilton þekkir af eigin reynslu", sagði Domenicalii. Sjá lokastöðuna í stigamótunum
Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira