McLaren stjórinn afskrifaði titilinn í lokahringnum 3. nóvember 2008 14:54 Martin Whitmarsh var ánægður með titil Lewis Hamilton. mynd: Getty Images Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren segir að hann hafi afskrifað titilinn stundarkorn í brasilíska kappakstrinum. Hamilton nældi í titilinn á síðasta beygjukafla brautarinnar. "Við vissum að Hamilton þyrfti að fara framúr einum bíl. Hann átti í vandræðum með að ná Vettel, en við vissum af Timo Glock á þurrdekkjum á blautri braut. En ég var farinn að efast um að Hamilton tækist að ná honum í síðasta hring", sagði Whitmarsh. Regnskvetta af himnum ofan gerði það að verkum að Glock skautaði um brautina og Hamilton náði að smokra sér framúr. Glock fór 20 sekúndum hægar síðasta hringinn. "Við sögum Hamilton að taka ekki áhættu í slagnum við Vettel, því Glock væri skammt undan. Við skoðuðum GPS tækið til að sjá stöðuna og það var sannarlega mjótt á munum að þetta gengi upp. Glock var að tapa tíma, dekkin kólnuðu hjá honum og hann tapaði gripi. Ég spáði í það hvort við hefðum klúðrað titilinum.... en svo sá ég á tímatökuskjánum að Glock varð á eftir okkur og Hamilton var meistari." "Hamilton hélt haus allan tímann og úrslitin í mótinu voru svo sannalega ekki eftir bókinni. Þetta var mögnuð stund", sagði Whitmarsh. Sjá lokastöðuna í stigamótunum Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren segir að hann hafi afskrifað titilinn stundarkorn í brasilíska kappakstrinum. Hamilton nældi í titilinn á síðasta beygjukafla brautarinnar. "Við vissum að Hamilton þyrfti að fara framúr einum bíl. Hann átti í vandræðum með að ná Vettel, en við vissum af Timo Glock á þurrdekkjum á blautri braut. En ég var farinn að efast um að Hamilton tækist að ná honum í síðasta hring", sagði Whitmarsh. Regnskvetta af himnum ofan gerði það að verkum að Glock skautaði um brautina og Hamilton náði að smokra sér framúr. Glock fór 20 sekúndum hægar síðasta hringinn. "Við sögum Hamilton að taka ekki áhættu í slagnum við Vettel, því Glock væri skammt undan. Við skoðuðum GPS tækið til að sjá stöðuna og það var sannarlega mjótt á munum að þetta gengi upp. Glock var að tapa tíma, dekkin kólnuðu hjá honum og hann tapaði gripi. Ég spáði í það hvort við hefðum klúðrað titilinum.... en svo sá ég á tímatökuskjánum að Glock varð á eftir okkur og Hamilton var meistari." "Hamilton hélt haus allan tímann og úrslitin í mótinu voru svo sannalega ekki eftir bókinni. Þetta var mögnuð stund", sagði Whitmarsh. Sjá lokastöðuna í stigamótunum
Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira