Innlent

Hagsmunir Reykvíkinga meiri en Akureyringa

Stjórnarmaður í samtökum um Betri byggð segir hagsmuni Reykvíkinga margfalt meiri en Akureyringa þegar kemur að Reykjavíkurflugvellinum. Hann segir mikilvægum upplýsingum um hagkvæmni þess að losna við flugvöllinn og framtíðarskipulag Vatnsmýrinnar vera stungið undir stól.

Í könnun Fréttablaðsins sem birt var í gær vildu 58,5 prósent aðspurðra Reykvíkinga hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Bæjarstjórnin á Akureyri fagnaði afstöðu borgarbúa og sagði flugvöllinn nauðsynlegan Akureyringum. Örn Sigurðsson, arkitekt og stjórnarmaður í samtökum um Betri byggð, segir hagsmuni Reykvíkinga margfalt meiri en Akureyringa.

Hann segir mikilvægum upplýsingum haldið frá borgarbúum og nýleg könnun beri þess merki. Umræðan sé óupplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×