Innlent

BHM óánægt með vinnubrögð ríkisins í kjaraviðræðum

Guðlaug Kristjánsdóttir er formaður BHM.
Guðlaug Kristjánsdóttir er formaður BHM.

Bandalag háskólamanna lýsir yfir óánægju með þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við yfirstandandi kjarasamningagerð af hálfu samninganefndar ríkisins.

Í tilkynningu frá BHM segir að aðildarfélög þess fari hvert fyrir sig með samningsumboð en þau hafi falið BHM umboð til að ræða sameiginleg málefni félaganna við samninganefnd ríkisins. Aðildarfélögum BHM bjóðist tveir kostir, að gangast inn á samning eins og þann sem gerður var við BSRB og Starfsgreinasambandið án frekari útfærslu eða að hafna því tilboði. Slíkur samningur þýddi umtalsverða kaupmáttarskerðingu fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM.

Bandalagið segist túlka þessi vinnubrögð samningarnefndar ríkisins sem yfirlýsingu um að aðkoma aðildarfélaga bandalagsins að samningaviðræðum sé óþörf. Bandalagið sættir sig ekki við að umboð aðildarfélaga þess til samningagerðar sé virt að vettugi á þennan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×