Tíu mánaða fangelsi fyrir líflátshótanir og bensínsprengjuárás 27. maí 2008 12:42 Karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að hafa meðal annars kastað bensínsprengju að heimili barnsmóður sinnar og hótað henni lífláti. Ákæra á hendur manninum var í sjö liðum og laut að hótunum gagnvart barnsmóður hans og starfsmönnum fjölskylduþjónustu. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í fjórgang hótað sama starfsmanni fjölskylduþjónustunnar, meðal annars að kveikja í húsi hennar, að ráðast á hana og að taka hana af lífi. Hótanirnar voru meðal annars bornar fram á starfsstöð fjölskylduþjónustunnar og í gegnum síma og með smáskilaboðum. Þá hótaði hann að taka barnsmóður sína af lífi og kastaði logandi bensínsprengju á gám sem innihélt eigur hennar, en hann stóð við sambýli þar sem barnsmóir hans dvaldi ásamt fleirum. Þá var hann ákærður fyrir að hóta öðrum starfsmanni fjölskylduþjónustunnar og fyrir að hafa veist að þriðja starfsmanninum á veitingastað og hótað honum líkamsmeiðingum og lífláti og að brenna hús hans. Enn fremur var hann ákærður fyrir að hafa reynt að slá hann í andlitið. Þar sem hótanirnar beindust gegn opinberum starfsmönnum var maðurinn samkvæmt þessu ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Hluti brotanna framinn í geðshræringu Maðurinn var sakfelldur fyrir öll brotin. Segir í dómnum að opinberir starfsmenn, sem fjalla um viðkvæm persónuleg málefni manna, geti almennt átt von á því að einstaklingar sem störf þeirra varða geti orðið miður sín og misst andlegt jafnvægi. Hótunarbrot mannsins séu hins vegar langt utan þeirra marka hegðunar sem afsakanleg verður talin með skírskotan til þessa. Taldist hluti brotanna framinn í geðshræringu vegna málefna barns mannsins og eitt brotið framið í geðshræringu vegna skilnaðar hans við barnsmóður sína þar sem hún hafði fyrr um daginn valdið skemmdum á bifreið hans. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil og rauf skilorð með brotum sínum. Var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar. Þá var hann dæmdur til að greiða tveimur starfsmanna fjölskylduþjónustunnar samtals 560 þúsund krónur í miskabætur vegna hótananna. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að hafa meðal annars kastað bensínsprengju að heimili barnsmóður sinnar og hótað henni lífláti. Ákæra á hendur manninum var í sjö liðum og laut að hótunum gagnvart barnsmóður hans og starfsmönnum fjölskylduþjónustu. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í fjórgang hótað sama starfsmanni fjölskylduþjónustunnar, meðal annars að kveikja í húsi hennar, að ráðast á hana og að taka hana af lífi. Hótanirnar voru meðal annars bornar fram á starfsstöð fjölskylduþjónustunnar og í gegnum síma og með smáskilaboðum. Þá hótaði hann að taka barnsmóður sína af lífi og kastaði logandi bensínsprengju á gám sem innihélt eigur hennar, en hann stóð við sambýli þar sem barnsmóir hans dvaldi ásamt fleirum. Þá var hann ákærður fyrir að hóta öðrum starfsmanni fjölskylduþjónustunnar og fyrir að hafa veist að þriðja starfsmanninum á veitingastað og hótað honum líkamsmeiðingum og lífláti og að brenna hús hans. Enn fremur var hann ákærður fyrir að hafa reynt að slá hann í andlitið. Þar sem hótanirnar beindust gegn opinberum starfsmönnum var maðurinn samkvæmt þessu ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Hluti brotanna framinn í geðshræringu Maðurinn var sakfelldur fyrir öll brotin. Segir í dómnum að opinberir starfsmenn, sem fjalla um viðkvæm persónuleg málefni manna, geti almennt átt von á því að einstaklingar sem störf þeirra varða geti orðið miður sín og misst andlegt jafnvægi. Hótunarbrot mannsins séu hins vegar langt utan þeirra marka hegðunar sem afsakanleg verður talin með skírskotan til þessa. Taldist hluti brotanna framinn í geðshræringu vegna málefna barns mannsins og eitt brotið framið í geðshræringu vegna skilnaðar hans við barnsmóður sína þar sem hún hafði fyrr um daginn valdið skemmdum á bifreið hans. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil og rauf skilorð með brotum sínum. Var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar. Þá var hann dæmdur til að greiða tveimur starfsmanna fjölskylduþjónustunnar samtals 560 þúsund krónur í miskabætur vegna hótananna.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira