Innlent

Fundu nærri hundrað kannabisplöntur í Vesturbænum

MYND/Páll Bergmann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann um eitt hundrað kannabisplöntur við húsleit í íbúð í vesturbæ Reykjavíkur i gærkvöld. Var íbúðin að sögn lögreglunnar nánast undirlögð af plöntunum. Húsráðandi, karl á fertugsaldri, var handtekinn vegna rannsóknar málsins. Hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglu eftir því sem segir í tilkynningu hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×