Innlent

Með þrjár tegundir fíkniefna í líkamanum

Óvenju fjölbreytt fíkniefnaflóra reyndist vera í tveimur ökumönnum, sem teknir voru úr umferð á Akranesi um helgina vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Annar greindist með anfetamín, kannabis og kókaín í þvagi og hinn meðal annars með kannbis, kókaín og morfín. Sá síðari var einnig á stolnum bíl. Báðir missa þeir ökuréttindi í eitt ár að minnsta kosti.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×