Innlent

Settur forstjóri Útlendingastofnunar í ár

MYND/Stefán

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur sett Hauk Guðmundsson, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, í embætti forstjóra Útlendingastofnunar meðan á fæðingarorlofi Hildar Dungal, skipaðs forstjóra, stendur. Það er frá 1. júní í ár til. 31. maí á næsta ári.

Kristrún Kristinsdóttir, sem verið hefur skrifstofustjóri í ráðuneytinu með aðsetur í Brussel undanfarin ár, mun leysa Hauk af í starfi skrifstofustjóra einkamála- og borgaraskrifstofu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×