Innlent

Hjúkrunarfræðingar höfnuðu samningi við ríkið

Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðað trúnaðarmenn félagsins til fundar á fimmtudag til að fjalla um hugsanlegar aðgerðir til að þrýsta á ríkið um gerð nýs kjarasamnings, en félagið hafnaði samskonar samningi og ríkið gerði við BSRB í fyrrakvöld. Hjúkrunarfræðingar tilgreina ekki til hverskonar aðgerða þeir kunni að grípa. Sjötti samningafundur deilenda verður hjá Ríkissáttasemjara á morgun, en hjúkrunarfræðingar binda litlar vonir við árangur af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×