Erlent

Rússar byrjaðir að hafa sig á brott frá Georgíu

Rússneskir hermenn eru farnir að búa sig til brottflutnings frá Georgíu í samræmi við samkomulag við Sarkozy Frakklandsforseta.

Þorpsbúar í vestanverðri Georgíu segja að herflokkar sem þar hafa verið með stöðvar síðan í síðasta mánuði hafi í gær byrjað að taka þær niður. Fréttamenn fylgdust með hermönnunum rúlla upp gaddavírsgirðingum og hefja niðurrif útsýnispósta.

Rússar hafa lýst því yfir að þeir muni draga heri sína frá Georgíu innan mánaðar nema frá aðskilnaðarhéruðunum tveimur, Suður-Ossetíu og Abkasíu. Þar ætla þeir áfram að vera með sjö þúsund og sex hundruð hermenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×