Erlent

Borin út vegna óhóflegs hundahalds

Hundarnir á myndinni tengjast ekki fréttinni.
Hundarnir á myndinni tengjast ekki fréttinni.

Dómstóll í Moskvu kvað í gær upp þann dóm að tæplega sextug kona skyldi borin út úr íbúð sinni í einu úthverfa borgarinnar.

Rökin fyrir útburðinum eru óhóflegt hundahald konunnar en hún heldur eina 20 hunda á heimili sínu með tilheyrandi sóðaskap og hávaða. Nágrannar sem búsettir eru í sama húsi hafa kvartað reglulega yfir ástandinu í nokkur ár og hafa nú loks haft erindi sem erfiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×