Innlent

Útlitið dökkt fyrir loðnuvertíðina

Loðna.
Loðna.

Illa horfir með loðnuvertíðina sem á að hefjast upp úr áramótum. Í nýafstöðnum rannsóknaleiðangri Hafrannsóknarstofnunar fannst svo lítið af loðnu að stofnunin telur ekki ástæðu til að gefa út neinn upphafskvóta fyrir vertíðina.

Nýr leiðangur verður farinn strax upp úr áramótum og munu jafnvel nokkur loðnuskip taka þátt í honum. Undanfarin ár hefur ekki tekist að mæla stofninn fyrr en í janúar og jafnvel í febrúar, þannig að ástandið núna er nokkuð í takt við það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×