Erlent

Þúsundir geðsjúkra í breskum fangageymslum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Rúmlega 11.000 manns sem eiga við geðræn vandamál að stríða hafa verið vistaðir í fangageymslum í Bretlandi og Wales síðasta árið í stað þess að vera þegar í stað fluttir á viðeigandi stofnanir eins og lög gera ráð fyrir.

Í skýrslu um málið segir að fjármagn til að koma upp viðeigandi aðstöðu fyrir skammtímavistun geðsjúkra hafi verið lagt fram en þar hafi hins vegar gleymst að gera ráð fyrir launakostnaði svo ekkert hafi orðið úr framkvæmdum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×