Innlent

Enn erfið fæðing hjá ljósmæðrum

Fimmti samningafundur ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara hófst fyrir stundu. Takist ekki samningar um laun ljósmæðra hefjast boðaðar verkfallsaðgerðir á fimmtudag. Gert er ráð fyrir fimm sjálfstæðum verkföllum sem hefjast með tveggja sólahringa vinnustöðvun. Stigmagnandi verkföll verða út mánuðinn sem lýkur með allsherjarverkfalli 29. september hafi ekki samist fyrir þann tíma.

Það myndi skerða verulega þjonustu við sængurkonur og þær sem vanfærar eru, en reynt yrði að sinna nauðsynlegri fæðingarhjálp. Samningar ljósmæðra hafa verið lausir frá 1. maí og hafa samningaviðræður staðið yfir um nokkurt skeið. Ljósmæður segja laun þeirra 25 prósentum lægri en stétta með sambærilega menntun og vilja leiðréttingu. Þeirri kröfu hefur Ljósmæðrafélag Íslands reyndar haldið á lofti svo árum skiptir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×