Erlent

Tsvangirai vill samningaviðræður

Morgan Tsvangirai leitaði skjóls í sendiráði Hollands í Harare á sunnudag því hann óttaðist um líf sitt.
Morgan Tsvangirai leitaði skjóls í sendiráði Hollands í Harare á sunnudag því hann óttaðist um líf sitt.

Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn og stjórnarandstöðuleiðtoginn Morgan Tsvangirai ávarpaði fréttamannafund í dag og kallaði eftir pólitískum samningaviðræðum svo Simbabve fengi að hlú að sárum sínum. Hann taldi að seinni umferð forsetakosninganna á föstudag myndi ekki leysa þá kreppu sem væri í landinu og lýsti kosningunum sem ,,æfingu í gagnsleysi".

Tsvangirai taldi upp fjögur atriði sem leið út úr kreppu landsins. Í fyrsta lagi að ofbeldi yrði hætt samstundis og svokallaðir fyrrverandi hermenn og ungliðar hliðhollir Mugabe forseta sneru heim og að eftirlitsstöðvar yrðu fjarlægðar. Í öðru lagi að hjálparsamtökum yrði leyft að starfa í landinu. Í þriðja lagi að allir þeir sem voru kosnir til þings 29. mars síðasliðinn yrðu svarnir í embætti og í fjórða lagi að allir pólitískir fangar, meðal annars meðlimir MDC, flokks Tsvangirais, yrðu látnir lausir.

Hann taldi að það þyrfti að ná þessum atriðum fram í gegnum samningaviðræður. Mikilvægast væri að báðir flokkar landsins gerðu sér grein fyrir því að Simbabve væri að tærast upp og að eina leiðin til björgunar væri að setjast niður og ræða saman. Í ákalli til Afríkusambandsins sagði hann að tími aðgerða væri runninn upp og leysa þyrfti þá kreppu sem væri í Simbabve. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×