Vont að búa í borg sem setur ekki mannréttindi ofar öllu 5. maí 2008 21:37 Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi Vg. Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi og Sóley Tómasdóttir varaborgarfulltrúi Vg í borgarstjórn hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna áforma borgarstjóra og meirihluta Sjálfstæðisflokks að afturkalla eflingu mannréttindaskrifstofu borgarinnar. Þær segja vont að búa í borg sem setur ekki mannréttindi ofar öllu og hvetja hagsmunasamtök og borgarbúa alla til þess að mæta á borgarstjórnarfund á morgun og sýna málaflokknum samstöðu. Hér að neðan má sjá yfirlýsinguna sem þær sendu fjölmiðlum í heild sinni: Í ljósi þess að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar hyggst afturkalla áform fyrri meirihluta um eflingu mannréttindaskrifstofu borgarinnar er rétt að taka eftirfarandi fram: Á síðasta borgarstjórnarfundi síðasta kjörtímabils var ný mannréttindastefna Reykjavíkurborgar samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og féll þar með jafnréttisstefna borgarinnar úr gildi. Markmiðið með samþykkt stefnunnar var þríþætt: - Að útvíkka jafnréttishugtakið og tryggja félagslegan rétt og tækifæri einstaklinga óháð kynferði, fötlun, kynhneigð, aldri, heilsufari, uppruna og þjóðerni, trúarbrögðum og stjórnmálaskoðunum. - Að samhæfa og efla starfsemi borgarinnar í málaflokki mannréttinda, m.a. með betri yfirsýn. - Að efla frumkvæði borgarinnar í málaflokknum, m.a. með nýjum verkefnum og bættu verklagi, enda er í stefnunni kveðið á um að skrifstofa mannréttindamála eigi að stuðla að samráði og samvinnu, eiga frumkvæði að verkefnum og standa vörð um að borgarbúum sé ekki mismunað. Í kjölfar samþykktarinnar hefði því verið eðlilegt að til viðbótar við þá starfandi jafnréttisráðgjafa yrðu ráðnir sérfræðingar í öðrum málaflokkum. Það gerðist þó ekki í tíð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, heldur var ráðinn inn mannréttindaráðgjafi í stað jafnréttisráðgjafans. Mannréttindaráðgjafi sem átti að sjá um alla nýju málaflokkana til viðbótar við það sam jafnréttisráðgjafinn hafði sinnt í sínu fulla starfi. Í tíð hundrað daga meirihlutans stóð til að bæta úr þessu. Ákveðið var að sú skrifstofa mannréttindamála sem stefnan kveður á um yrði sett á laggirnar fyrir alvöru og ráðnir yrðu inn á hana þrír starfsmenn til að byrja með. Þó vissulega sé mikil þekking til staðar meðal starfsfólks borgarinnar á ólíkum sviðum, hefur skort á heildstæða nálgun í málaflokknum og verkefnin því oft mjög ólík eftir sviðum. Þannig hefði skrifstofan getað kynnt og innleitt stefnuna sem í eitt og hálft ár hafði legið ofaní skúffu, auk þess sem borgin hefði getað unnið mikið frumkvöðlastarf á sviði mannréttindamála á öllum sviðum. Meðal þess sem áformað var að gera er: Gerð og framkvæmd aðgerðaráætlunar gegn kynbundnu ofbeldi. Úttekt á kynbundnum launamun hjá borginni og aðgerðir í kjölfar hennar. Fræðsluátak um áhrif staðalímynda kynjanna, innflytjenda, samkynhneigðra og fatlaðra meðal uppeldisstarfsfólks hjá borginni. Átaks- og þróunarverkefni í tengslum við skóla án aðgreiningar, m.a. inni á frístundaheimilum. Endurskoðun á túlkaþjónustu á vegum borgarinnar. Endurskoðun á íslenskukennslu fyrir starfsfólk borgarinnar af erlendum uppruna. Kynningarátak fyrir fólk sem er nýkomið til landsins í samstarfi við Alþjóðahús. Aukið samstarf við Samtökin 78, m.a. um fræðslu fyrir starfsfólk og kynningarefni fyrir vinaborgir Reykjavíkur. Átak í atvinnumálum fatlaðra hjá Reykjavíkurborg. Aðgerðaráætlun um bætt aðgengi húsnæðis á vegum borgarinnar. Jafningjafræðsla innflytjenda fyrir íslenska unglinga. Stofnun jafnréttisskóla fyrir börn í leik- og grunnskólum að fyrirmynd náttúruskólans. Stofnun öldungaráða í hverfum borgarinnar að fyrirmynd ungmennaráða. …og margt margt fleira. Áform nýs meirihluta um að halda uppteknum hætti með einn starfsmann á skrifstofu borgarstjóra í málaflokki mannréttinda hafa nú orðið til þess að eini starfsmaður skrifstofunnar hefur sagt upp störfum og hætt - án þess að nýr hafi verið ráðinn í staðinn. Áformin munu hindra að verkefnin hér að ofan og fjölmörg önnur verði að veruleika. Áfram verður það undir frumkvæði starfsfólks á ólíkum fagsviðum komið hvort og þá hvernig verkefnin verða unnin. Borgaryfirvöld ætla ekki að axla ábyrgð á málaflokknum og telja ekki nauðsynlegt að framfylgja þeirri stefnu sem þó var samþykkt af borgarfulltrúum allra flokka. Á morgun, þriðjudag, verður málið rætt á borgarstjórnarfundi sem hefst kl. 14.00. Fulltrúar hagsmunasamtaka og borgarbúar allir eru hvattir til að mæta á pallana og sýna málaflokknum samstöðu.Hagsmunir allra Reykvíkinga eru í húfi - enda vont að búa í borg sem ekki setur mannréttindi borgarbúa ofar öllu! Bestu kveðjur, Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi VG og Sóley Tómasdóttir varaborgarfulltrúi fyrrverandi formaður mannréttindaráðs Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi og Sóley Tómasdóttir varaborgarfulltrúi Vg í borgarstjórn hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna áforma borgarstjóra og meirihluta Sjálfstæðisflokks að afturkalla eflingu mannréttindaskrifstofu borgarinnar. Þær segja vont að búa í borg sem setur ekki mannréttindi ofar öllu og hvetja hagsmunasamtök og borgarbúa alla til þess að mæta á borgarstjórnarfund á morgun og sýna málaflokknum samstöðu. Hér að neðan má sjá yfirlýsinguna sem þær sendu fjölmiðlum í heild sinni: Í ljósi þess að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar hyggst afturkalla áform fyrri meirihluta um eflingu mannréttindaskrifstofu borgarinnar er rétt að taka eftirfarandi fram: Á síðasta borgarstjórnarfundi síðasta kjörtímabils var ný mannréttindastefna Reykjavíkurborgar samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og féll þar með jafnréttisstefna borgarinnar úr gildi. Markmiðið með samþykkt stefnunnar var þríþætt: - Að útvíkka jafnréttishugtakið og tryggja félagslegan rétt og tækifæri einstaklinga óháð kynferði, fötlun, kynhneigð, aldri, heilsufari, uppruna og þjóðerni, trúarbrögðum og stjórnmálaskoðunum. - Að samhæfa og efla starfsemi borgarinnar í málaflokki mannréttinda, m.a. með betri yfirsýn. - Að efla frumkvæði borgarinnar í málaflokknum, m.a. með nýjum verkefnum og bættu verklagi, enda er í stefnunni kveðið á um að skrifstofa mannréttindamála eigi að stuðla að samráði og samvinnu, eiga frumkvæði að verkefnum og standa vörð um að borgarbúum sé ekki mismunað. Í kjölfar samþykktarinnar hefði því verið eðlilegt að til viðbótar við þá starfandi jafnréttisráðgjafa yrðu ráðnir sérfræðingar í öðrum málaflokkum. Það gerðist þó ekki í tíð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, heldur var ráðinn inn mannréttindaráðgjafi í stað jafnréttisráðgjafans. Mannréttindaráðgjafi sem átti að sjá um alla nýju málaflokkana til viðbótar við það sam jafnréttisráðgjafinn hafði sinnt í sínu fulla starfi. Í tíð hundrað daga meirihlutans stóð til að bæta úr þessu. Ákveðið var að sú skrifstofa mannréttindamála sem stefnan kveður á um yrði sett á laggirnar fyrir alvöru og ráðnir yrðu inn á hana þrír starfsmenn til að byrja með. Þó vissulega sé mikil þekking til staðar meðal starfsfólks borgarinnar á ólíkum sviðum, hefur skort á heildstæða nálgun í málaflokknum og verkefnin því oft mjög ólík eftir sviðum. Þannig hefði skrifstofan getað kynnt og innleitt stefnuna sem í eitt og hálft ár hafði legið ofaní skúffu, auk þess sem borgin hefði getað unnið mikið frumkvöðlastarf á sviði mannréttindamála á öllum sviðum. Meðal þess sem áformað var að gera er: Gerð og framkvæmd aðgerðaráætlunar gegn kynbundnu ofbeldi. Úttekt á kynbundnum launamun hjá borginni og aðgerðir í kjölfar hennar. Fræðsluátak um áhrif staðalímynda kynjanna, innflytjenda, samkynhneigðra og fatlaðra meðal uppeldisstarfsfólks hjá borginni. Átaks- og þróunarverkefni í tengslum við skóla án aðgreiningar, m.a. inni á frístundaheimilum. Endurskoðun á túlkaþjónustu á vegum borgarinnar. Endurskoðun á íslenskukennslu fyrir starfsfólk borgarinnar af erlendum uppruna. Kynningarátak fyrir fólk sem er nýkomið til landsins í samstarfi við Alþjóðahús. Aukið samstarf við Samtökin 78, m.a. um fræðslu fyrir starfsfólk og kynningarefni fyrir vinaborgir Reykjavíkur. Átak í atvinnumálum fatlaðra hjá Reykjavíkurborg. Aðgerðaráætlun um bætt aðgengi húsnæðis á vegum borgarinnar. Jafningjafræðsla innflytjenda fyrir íslenska unglinga. Stofnun jafnréttisskóla fyrir börn í leik- og grunnskólum að fyrirmynd náttúruskólans. Stofnun öldungaráða í hverfum borgarinnar að fyrirmynd ungmennaráða. …og margt margt fleira. Áform nýs meirihluta um að halda uppteknum hætti með einn starfsmann á skrifstofu borgarstjóra í málaflokki mannréttinda hafa nú orðið til þess að eini starfsmaður skrifstofunnar hefur sagt upp störfum og hætt - án þess að nýr hafi verið ráðinn í staðinn. Áformin munu hindra að verkefnin hér að ofan og fjölmörg önnur verði að veruleika. Áfram verður það undir frumkvæði starfsfólks á ólíkum fagsviðum komið hvort og þá hvernig verkefnin verða unnin. Borgaryfirvöld ætla ekki að axla ábyrgð á málaflokknum og telja ekki nauðsynlegt að framfylgja þeirri stefnu sem þó var samþykkt af borgarfulltrúum allra flokka. Á morgun, þriðjudag, verður málið rætt á borgarstjórnarfundi sem hefst kl. 14.00. Fulltrúar hagsmunasamtaka og borgarbúar allir eru hvattir til að mæta á pallana og sýna málaflokknum samstöðu.Hagsmunir allra Reykvíkinga eru í húfi - enda vont að búa í borg sem ekki setur mannréttindi borgarbúa ofar öllu! Bestu kveðjur, Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi VG og Sóley Tómasdóttir varaborgarfulltrúi fyrrverandi formaður mannréttindaráðs
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira