Erlent

Rússar segja Georgíu undirbúa hernaðaraðgerðir

Frá Georgíu.
Frá Georgíu.
Rússnesk yfirvöld fullyrða að Georgíumenn undibúi nú hernaðaraðgerðir gegn Suður Ossetíu en til bardaga kom á svæðinu í nótt. Suður Ossetía er hérað í Georgíu sem lýst hefur yfir sjálfstæði og eru Rússar sagðir styðja þá ákvörðun. Utanríkisráðherra Rússa sagði í samtali við leiðtoga Suður Osseta í síma í morgun að líta mætti á aðgerðir Georgíumanna í nótt sem undirbúning að frekari stríðsrekstri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×