Erlent

Fann gullin kaleik á hafsbotni

SB skrifar
Fjársjóðsleitarmaðurinn Michael tekur sopa úr kaleiknum dýrmæta.
Fjársjóðsleitarmaðurinn Michael tekur sopa úr kaleiknum dýrmæta. AFP
Fjársjóðir finnast enn! Kafarinn og fjársjóðsleitarmaðurinn Michael DeMar fann kaleik úr gulli grafinn á hafsbotni nærri Key West. Kaleikurinn er ómetanlegur og er talinn vera úr skipinu spænsku galeiðunni Santa Margarita sem sökk í stormi árið 1622.

"Guð minn góður," var það eina sem Michael DeMar gat sagt þegar hann fann gersemina. Kaleikurinn var þungur í hendi, beyglaður hér og þar og þakinn gróðri. En undir sjávargróðrinum glittir í skínandi gull.

Svæðið sem Michael DeMar leitaði á eru þekkt mið fjársjóðsleitarmanna. Michael hefur eytt mörgum árum í fjársjóðsleit og uppsker nú loks árangur erviðisins. Kaleikurinn er nú til sýnis á safni í Flórída.

Safnstjórinn sagði stóru spurninga ekki vera þá hvers virði kaleikurinn sé heldur frekar:

"Hvað áttu mikið?"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×