Erlent

Dæmdur fyrir að drepa eiginkonu og níu mánaða dóttur

Neil Entwistle ásamt konu sinni Rachel og níu mánaða dóttur Lillian. Hann drap þau bæði.
Neil Entwistle ásamt konu sinni Rachel og níu mánaða dóttur Lillian. Hann drap þau bæði.
Bretinn Neil Entwistle hefur verið dæmdur fyrir að drepa konu sín og níu mánaða gamalt barn. Hann hélt því fram konan hefði drepið barnið og skotið sig til bana.

Neil Entwistle er 29 ára gamall. Þegar dómarinn las upp niðurstöðu kviðdómsins hristi hann höfuðið niðurlútur en sýndi annars engin svipbrigði. Dauðarefsing er ekki í gildi í Massachusett og hlaut hann því lífstíðardóm.

Áður en ógæfan dundi yfir, árið 2006, var Neil hamingjusamlega giftur. Konan hans, Rachel, var tveimur árum yngri en hann og saman áttu þau gullfallega dóttur - Lillian Rose. Við réttarhöldin kom í ljós að Neil lifði tvöföldu lífi. Á daginn sinnti hann vinnu og fjölskyldu en á kvöldin ráfaði hann um klámsíður og erótíska spjallþræði á netinu. Hann var djúpt sokkinn í skuldafen og kynferðislega ófullnægður þó að á yfirborðinu virtist allt leika i lyndi.



Neil Entwistle. Nokkrum mínútum áður en dómurinn var kveðinn upp.
Neil hélt því sjálfur fram að hann hefði komið að líki konu sinnar og dóttur í hjónarúminu á heimili þeirra. Hann hafi áttað sig á hvað hafi gerst og til að vernda orðspor konu sinnar hafi hann tekið sökina á sig.

Þá skýringu tóku dómstólar ekki trúanlega en foreldrar Neil trúðu staðfastlega á sakleysi sonar síns.

"Ég vissi að Rachel þjáðist af þunglyndi. Nú mun sonur okkar fara í fangelsi fyrir það eitt að elska, virða og vernda minningu konu sinnar," sagði móðir Neil, Yvonne Entwistle við FoxNews fyrir utan réttarsalinn.

Það tók kviðdóminn aðeins sex klukkutíma að finna Neil Entwistle sekan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×