Innlent

Landhelgisgæslan heldur áfram leið að skútunni

Landhelgisgæslan mun áfram halda leit að skútunni sem saknað hefur verið undanfarnar vikur.

Einn Íslendingur er um borð og var hann á leið frá Bermúda til Nýfundnalands. Ekkert hefur spurst til skútunnar síðan 4. júní.

Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN fór í leitarflug í gærdag en án árangurs. Tekin verður ákvörðun um frekari leit eftir helgina.

Að sögn Landhelgisgæslunnar hefur hún síður en svo gefist upp á að finna skútuna enda dæmi um að skútur hafi fundist allt að tveimur mánuðum eftir að þær týndust.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×