Innlent

Sautján teknir fyrir ölvunarakstur um helgina

MYND/Guðmundur

Þrettán karlar og fjórar konur voru tekin fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina.

Að sögn lögreglu voru fjórtán teknir í Reykjavík, tveir í Hafnarfirði og einn í Garðabæ. Fólkið var á aldrinum 18 til 63 ára, þar af karl og kona á sjötugsaldri. Um helgina tók lögreglan enn fremur einn ökumann sem var undir áhrifum fíkniefna. Um var að ræða karl á þrítugsaldri en sá var stöðvaður í Reykjavík aðfaranótt laugardags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×